English |
|
Ó, dýra líf - Malarrifsviti, Snæfellsnesi 2018 Sýningin byggir á lífríki náttúrunar í kringum vitann sem er unnið útfrá lífi sjáfar, fjöru og himins séð með listrænum augum JG. Það má segja að innblástur að þessu verki hafi hvolfst yfir mig þegar ég fékk þetta einstaka sýningartilboð á þessum magnaða stað með kraft jökulsins, stórkostlegt landslag og víðfermi sjávarins á alla vegu. Þessi sýning er ekki líffræðileg úttekt heldur er það krafturinn og mín listræna sýn sem ræður ferðini.
Innsetningin er á 5 hæðum og verður einfaldari eftir því sem ofar dregur og er samsett úr um 100 hlutum. Í anddyri byrjar smá forspil þar sem ég leik mér að því sem gjarnan rekur á fjöru í nágreninu það er Péturskip ígulker. Á annari hæð eru hugleiðingar um lífið í sjónum sem heldur svo áfram upp á 3h fjaran tekur við og svo koll af kolli og endar á himninum með ránfuglum sem eru einkenni þessa svæðis.
Sýningin verður opin daglega frá kl.12 til 16.30 frá 30. júní til 2. september. Enginn aðgangseyrir en vitinn er við þjónustumiðstöð þjóðgarðsins.
|
|