English |
|
Vötnin kvik – Sýning í Hafnarborg 2005 „Sýning Jónínu Guðnadóttur, Vötnin kvik, opnaði í Hafnarborg laugardaginn 5. mars 2005. Vötnin kvik er hvorttveggja ögn dularfyllri en undanfarnar sýningar og líka hispurslausari. Allt myndmálið, ef svo má að orði komast, er enn meira leikandi en áður og unnið af frjálslegu öryggi. En í verkunum er fjallað um ógn og dulúð þótt á heildinni sé líka bein og gagnrýnin tilvísun í vandamál samtíðarmenningarinnar.“
„Öll verkin á sýningunni – eðlur, slöngur, fossar og ristar – eru tæknilega séð magnaðir gripir. Vald Jónínu á leirnum og möguleikum hans ræður því að gripir hennar hafa margfalt fleiri blæbrigði en gengur og gerist. Þannig virkjar hún líka fleiri möguleika til tjáningar og verkin verða þéttari og ríkari af túlkunarmöguleikum ekki síður en áferð og efni.“
Jón Proppé
|
|